Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 27. ágúst 2016 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn í dag - Real Madrid mætir Celta Vigo í beinni
Gareth Bale var í stuði í fyrsta leik. Hvað gerir hann í dag?
Gareth Bale var í stuði í fyrsta leik. Hvað gerir hann í dag?
Mynd: Getty Images
Spænska úrvalsdeildin, La Liga, heldur áfram að rúlla um helgina, en í gær voru tveir leikir spilaðir. Í dag fara fjórir leikir fram og er einn þeirra sýndur í beinni.

Það er leikur Real Madrid og Celta Vigo, en hann er sýndur í beinni á Stöð 2 Sport 3. Það stefnir allt í spennandi og skemmtilegt tímabil á Spáni og verður titilbaráttan væntanlega á milli Real Madrid, Barcelona og svo Atletico Madrid. Real Madrid byrjaði tímabilið með 3-0 sigri og þeir ættu að klára leikinn í kvöld nokkuð þægilega.

Þetta er þó ekki fyrsti leikur dagsins þar sem það hefjast tveir leikir klukkan 16:15. Á þeim tíma fær Eibar sterkt lið Valencia í heimsókn og á þá mætast einnig Osasuna og Real Sociedad.

Leikur Real Madrid og Celta Vigo hefst svo klukkan 18:15 og lokaleikur dagsins er á milli nýliða Leganes og Atletico Madrid. Lið Atletico byrjaði tímabilið á jafntefli og þeir vilja eflaust ná sigri í dag.

Laugardagurinn 27. ágúst
16:15 Eibar - Valencia
16:15 Osasuna - Real Sociedad
18:15 Real Madrid - Celta Vigo (Stöð 2 Sport 3)
20:15 Leganes - Atletico Madrid
Stöðutaflan Rússland Efsta deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Zenit 25 15 5 5 44 22 +22 50
2 FK Krasnodar 25 14 7 4 41 25 +16 49
3 Dinamo 25 12 8 5 42 33 +9 44
4 Lokomotiv 25 10 11 4 42 34 +8 41
5 Spartak 24 11 5 8 34 29 +5 38
6 CSKA 24 9 10 5 44 33 +11 37
7 Rostov 25 10 7 8 37 38 -1 37
8 Kr. Sovetov 24 10 6 8 42 35 +7 36
9 Rubin 25 10 6 9 23 30 -7 36
10 Nizhnyi Novgorod 25 8 4 13 24 33 -9 28
11 Orenburg 25 6 8 11 28 33 -5 26
12 Fakel 24 6 8 10 19 27 -8 26
13 Ural 25 6 6 13 24 39 -15 24
14 Baltica 25 6 5 14 25 31 -6 23
15 Akhmat Groznyi 24 6 5 13 23 37 -14 23
16 Sochi 24 4 7 13 26 39 -13 19
Athugasemdir
banner
banner