Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 27. ágúst 2016 20:15
Jóhann Ingi Hafþórsson
Spánn: Kroos sá um að Real sé enn með fullt hús
Toni Kroos tryggði Madrid sigurinn
Toni Kroos tryggði Madrid sigurinn
Mynd: Getty Images
Real Madrid 2 - 1 Celta
1-0 Alvaro Morata ('60 )
1-1 Fabian Orellana ('67 )
2-1 Toni Kroos ('81 )

Real Madrid er ennþá með fullt hús stiga í spænsku úrvalsdeildinni eftir 2-1 sigur á Celta í kvöld.

Staðan var markalaus í fyrri hálfleik en það dró til tíðinda eftir klukkutíma, þá skoraði Alvaro Morata og bjuggust þá flestir við því að þægilegur sigur hjá Real yrði raunin.

Svo varð hins vegar ekki því Fabian Orellana jafnaði leikinn skömmu síðar. Toni Kroos skoraði svo sigurmarkið þegar tíu mínútur voru eftir og þar við sat.

Real fer því vel af stað þetta tímabilið og er liðið með tvo sigra í fyrstu tveim leikjunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner