Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 27. ágúst 2016 16:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Anna Björk skoraði í dramatísku tapi
Anna Björk í leik með Stjörnunni í sumar
Anna Björk í leik með Stjörnunni í sumar
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Það var bæði leikið hjá körlunum og konunum í Svíþjóð í dag og var varnarmaðurinn Anna Björk Kristjánsdóttir meðal annars á skotskónum með sínu liði í úrvalsdeild kvenna, Damallsvenskan.

Varnarmaðurinn Jón Guðni Fjóluson er að jafna sig af meiðslum og hann spilaði því ekki með Norrköping sem lagði Kalmar að velli í dag. Norrköping er komið aftur á toppinn í deildinni, en Malmö getur endurheimt toppsætið þar sem þeir eiga leik til góða.

Í úrvalsdeild kvenna spilaði Sif Atladóttir 75 mínútur þegar Kristianstad hafði betur gegn Mallbacken í fallbaráttuslag. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad.

Varnarmaðurinn Anna Björk Kristjánsdóttir var svo eins og áður segir á skotskónum þegar lið hennar KIF Örebro tapaði á dramatískan hátt gegn Piteå. Sigurmarkið kom á 94. mínútu hjá Piteå.

Allsvenskan
Kalmar 0 - 1 Norrköping

0-1 Marko Biskupovic ('79, sjálfsmark)

Damallsvenskan
Mallbacken 0 - 1 Kristianstad

0-1 Mia Carlsson ('23 )

Piteå 2 - 1 KIF Örebro
0-1 Anna Björk Kristjánsdóttir ('31 )
1-1 Nina Jakobsson ('51 )
2-1 Lena Blomkvist ('94 )
Athugasemdir
banner
banner