Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 27. ágúst 2016 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Irish Examiner 
Þjálfari Dundalk: Hefði verið vandræðalegt að mæta Man Utd
Stephen Kenny
Stephen Kenny
Mynd: Getty Images
Stephen Kenny, þjálfari Dundalk í Írlandi, var feginn að sleppa við stórlið Manchester United þegar dregið var í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í gær.

Dundalk sló FH-inga út í forkeppni Meistaradeildarinnar og svo fór að liðið komst alla leið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þar er liðið í D-riðli með Zenit Pétursborg, AZ Alkmaar og Maccabi Tel Aviv.

Kenny var feginn því að sleppa við Manchester United þar sem hann telur að það hefði verið vandræðalegt að mæta United á heimavelli.

„Ég veit að fólk var að velta fyrir sér möguleikanum að dragast gegn Manchester United, en það var leikur sem ég hefði persónulega ekki viljað," sagði Kenny í viðtali við Irish Examiner.

„Það hefði verið vandræðalegt að spila á Landsdowne Road með fleiri stuðningsmenn að styðja við bakið á ensku liði heldur en okkur."

„Það hefði verið erfitt að komast yfir það."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner