lau 27. ágúst 2016 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland í dag - Alfreð hefur leik gegn Wolfsburg
Alfreð í leik með Augsburg á síðasta leiktímabili
Alfreð í leik með Augsburg á síðasta leiktímabili
Mynd: Getty Images
Dortmund hefur leik gegn Mainz 05
Dortmund hefur leik gegn Mainz 05
Mynd: Getty Images
Þýska Bundesligan hófst í gær með leik Bayern München og Werder Bremen og í dag fara fram sex aðrir leikir, en þar á meðal er einn leikur sýndur í beinni á Stöð 2 Sport 3.

Það er leikur Augsburg og Wolfsburg á heimavelli fyrrnefnda liðsins. Landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason var keyptur til Augsburg í sumar eftir að hafa verið í láni hjá liðinu á seinni hluta síðasta tímabils. Líklegt þykir að Alfreð muni byrja sem fremsti maður hjá Augsburg í leiknum.

Leikur Augsburg og Wolfsburg hefst klukkan 13:30 líkt og fjórir aðrir leikir. Þar ber helst að nefna leik Borussia Dortmund og Mainz 05 annars vegar og hins vegar leik Eintracht Frankfurt og Schalke 04. Dortmund og Schalke ætla sér eflaust bæði að setja pressu á Bayern München í baráttuni um titilinn.

Lokaleikur dagsins er svo hörkuleikur af bestu gerð. Borussia M'gladbach og Bayer Leverkusen mætast á heimavelli fyrrnefnda liðsins. Þetta er tvö önnur lið sem ætla sér væntanlega að berjast í efri hluta töflunnar.

Laugardagurinn 27. ágúst
13:30 Borussia Dortmund - Mainz 05
13:30 Köln - Darmstadt 98
13:30 Hamburger SV - Ingolfstadt
13:30 Augsburg - Wolfsburg (Stöð 2 Sport 3)
13:30 Eintracht Frankfurt - Schalke 04
16:30 Borussia M'gladbach - Bayer Leverkusen






Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner