Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   lau 27. ágúst 2016 09:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Wenger kann vel við það að Lucas Perez sé líkt við Vardy
Arsenal er að kaupa Lucas Perez
Arsenal er að kaupa Lucas Perez
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, tekur undir það að það séu líkindi á milli sóknarmannanna Lucas Perez og Jamie Vardy.

Arsenal er að kaupa Lucas Perez frá Deportivo La Coruna fyrir 17,1 milljón punda, en fyrr í sumar mistókst liðinu að fá Jamie Vardy frá Leicester City.

Það má segja það að Perez hafi farið sömu leið og Vardy í fótboltanum. Spænski sóknarmaðurinn komst ekki að hjá Atletico Madrid og fór því og spilaði bæði í Úkraínu og Grikklandi. Hann fór svo aftur til Spánar árið 2014 og hóf að leika með Deportivo, fyrst á láni og svo var hann keyptur síðasta sumar.

Hann var frábær á síðasta leiktímabili hjá Deportivo og skoraði 17 mörk í spænsku úrvalsdeildinni. Wenger er spenntur fyrir Perez.

„Já, ég kann vel við það," sagði Wenger þegar hann var spurður út í líkindi Perez og Vardy. „Hann kom seint fram á sjónarsviðið og hann getur spilað í mismunandi stöðum."

„Hann flutti sig inn á miðjan völlinn á árangursríkan hátt. Hann hefur góða eiginleika til þess að tengja saman og hann hefur góða eiginleika til þess að klára færin. Sjáum til hvort við getum klárað þetta."


Búist er við því að hinn 27 ára gamli Perez muni skrifa undir hjá Arsenal á næstu dögum og sömu sögu er að segja af varnarmanninum Shkodran Mustafi sem kemur frá Valencia.


Athugasemdir
banner
banner