Udogie orðaður við Man City - Huijsen eftirsóttur - Will Still gæti tekið við Southampton
Tekið mjög vel í Víkinni - „Þjálfarar hafa mismunandi skoðanir"
Ekkert sem heillaði eins og FH - „Hugurinn leitaði heim eftir það"
Ingibjörg: Ég skil ekki alveg hvað var í gangi
Cecilía Rán: Skiptir sköpum að hafa svona gæðaleikmann
Steini: Er ráðinn til þess að taka erfiðar ákvarðanir
Karólína: Einhver skrítnasti leikur sem ég hef á ævinni spilað
Valdimar: Smá fyrsti leikurinn stemming
Örvar Eggerts: Sýndist hann vera kominn allur inn
Láki Árna: Fannst vanta gæði hjá okkur
Sölvi: Helgi Mikael hikar ekkert við að rífa upp rauða gegn Víkingum
Heimir Guðjóns: Marklínutæknin ætti auðvitað að vera löngu komin hingað
Jökull: Tilfinningin sú að menn flaggi ekki svona nema þeir séu vissir
Nýjung fyrir Dagnýju - „Varla hægt að tala saman þarna"
Karólína létt: Fyrst og fremst lélegt að þú hafir ekki vitað það eftir leik
Sveindís til Man Utd? - „Ég ætla ekki að fara að nefna neitt"
Dean Martin: Búnir að undirbúa okkur í sex mánuði og vorum klárir
Rúnar Kristins: Tvær mínútur ofsalega lítið miðað við tafirnar í leiknum
Rúnar Már: Þegar þú hittir hann vel finnur þú það um leið
Jói Bjarna skoraði glæsilegt mark - „Auðvitað lætur maður vaða"
Haddi: Allir sem sjá þetta munu segja að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá dómaranum
   sun 27. ágúst 2017 16:34
Arnar Helgi Magnússon
Alfreð: Drullusvekktur að menn vinni ekki vinnuna sína
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Elías þjálfari kvennaliðs Selfoss var gríðarlega svekktur eftir 0-0 jafntefli við Hamrana í 1.deild kvenna í dag. Mark var dæmt af Selfyssingum í uppbótartíma og segir Elías að dómaratríóið hafi haft rangt fyrir sér.

Lestu um leikinn: Selfoss 0 -  0 Hamrarnir

„Þetta lítur þannig út að Alex tekur skot sem er frábærlega varið af markmanninum í slánna, við náum boltanum og skorum. Markið er síðan dæmt af af aðstoðardómaranum, sem segir að hún hafi verið komin með fullt vald á boltanum (markmaðurinn) sem er alrangt."

„Við erum búin að sjá þetta á videóklippu og það skilur enginn neitt í þessu. Þegar maður gengur á þá þá kvabba þeir bara, maður er drullusvekktur að menn séu ekki að vinna vinnuna sína."

„Við vorum ekki nógu góðar í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik spíttum við í lófana og vorum mun betri og boltinn var á sóknarhelming okkar en við náum ekki að skapa okkur nægilega góð færi."

Selfyssingar eru ennþá í bullandi séns að komast upp í Pepsídeildina en liðið á HK/Víking í síðustu umferð sem eru einmitt líka í séns. Það verður því hörkuleikur.

„Það er búið að vera mikill meðbyr með okkur og mikið af fólki á leikjunum í sumar og ég þakka þeim fyrir að mæta á leikina. Núna er bara einn leikur eftir og ég hlakka til að sjá alla Selfyssinga þar í rauðu"
Athugasemdir
banner
banner