Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   sun 27. ágúst 2017 16:34
Arnar Helgi Magnússon
Alfreð: Drullusvekktur að menn vinni ekki vinnuna sína
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Elías þjálfari kvennaliðs Selfoss var gríðarlega svekktur eftir 0-0 jafntefli við Hamrana í 1.deild kvenna í dag. Mark var dæmt af Selfyssingum í uppbótartíma og segir Elías að dómaratríóið hafi haft rangt fyrir sér.

Lestu um leikinn: Selfoss 0 -  0 Hamrarnir

„Þetta lítur þannig út að Alex tekur skot sem er frábærlega varið af markmanninum í slánna, við náum boltanum og skorum. Markið er síðan dæmt af af aðstoðardómaranum, sem segir að hún hafi verið komin með fullt vald á boltanum (markmaðurinn) sem er alrangt."

„Við erum búin að sjá þetta á videóklippu og það skilur enginn neitt í þessu. Þegar maður gengur á þá þá kvabba þeir bara, maður er drullusvekktur að menn séu ekki að vinna vinnuna sína."

„Við vorum ekki nógu góðar í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik spíttum við í lófana og vorum mun betri og boltinn var á sóknarhelming okkar en við náum ekki að skapa okkur nægilega góð færi."

Selfyssingar eru ennþá í bullandi séns að komast upp í Pepsídeildina en liðið á HK/Víking í síðustu umferð sem eru einmitt líka í séns. Það verður því hörkuleikur.

„Það er búið að vera mikill meðbyr með okkur og mikið af fólki á leikjunum í sumar og ég þakka þeim fyrir að mæta á leikina. Núna er bara einn leikur eftir og ég hlakka til að sjá alla Selfyssinga þar í rauðu"
Athugasemdir
banner
banner