Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   sun 27. ágúst 2017 21:22
Magnús Már Einarsson
Læti eftir leik í Garðabæ - Þrjú rauð spjöld
Pétur Viðarsson fékk rautt eftir leik.
Pétur Viðarsson fékk rautt eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Talsverð læti voru inni á vellinum eftir 1-1 jafntefli Stjörnunnar og FH í toppbaráttuslag í Pepsi-deildinni í kvöld. Leikmenn liðanna hópuðust að Vilhjálmi Alvari Þórarinssyni, dómara leiksins, eftir leik sem og menn úr starfsliðum beggja liða.

Pétur Viðarsson, varnarmaður FH, fékk rauða spjaldið hjá Vilhjálmi eftir lætin eftir leik. Brynjar Björn Gunnarsson og Davíð Snorri Jónasson, aðstoðarþjálfarar Stjörnunnar, fengu einnig báðir rauða spjaldið. Þessir þrír eru því allir á leið í leikbann.

Jón Ragnar Jónsson, sem var ónotaður varamaður hjá FH í leiknum, fékk einnig gula spjaldið.

Hólmbert Aron Friðjónsson jafnaði leikinn í viðbótartíma og FH-ingar töldu að brotið hefði verið á Cédric D'Ulivo í aðdraganda marksins. Svo var ekki og markið stóð. Nokkrum mínútum áður var einnig dæmd ranglega rangstaða þegar Steven Lennon var að sleppa í gegn.

Stjörnumenn voru einnig ósáttir við VIlhjálm en þeir vildu fá vítaspyrnu þegar Baldur Sigurðsson féll í lok fyrri hálfleiks.

Smelltu hér til að sjá textalýsingu úr leiknum

Viðtöl úr Garðabænum koma innan tíðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner