Láki: Flest lið eru búin að þjást á móti KR í sumar
Alex Freyr: Frábær byrjun á þessari veislu
Óskar Hrafn: Frammistaðan veldur áhyggjum
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
   sun 27. ágúst 2017 20:34
Magnús Þór Jónsson
Milos: Það er komin smá ró
Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks
Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla, var sáttur með 2-0 sigur liðsins á ÍA í kvöld. Aron Bjarnason var í lykilhlutverki í leiknum í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 ÍA

„Þetta var svolítið kaflaskipt. Mér fannst við vera með control meirihlutann af leiknum og hættulegri en það var kafli í fimmtán eða tuttugu mínútur þar sem þeir voru meira með boltann en ég vildi og nýttu sína styrkleika."

„Við sköpuðum fullt af færum og þegar það gerist þannig þá veit ég að hreyfingarnar eru góðar og menn eru að hlaupa í rétt svæði en markaskorunin má vera betri. Ég er ekkert að kvarta, 2-0 og halda hreinu."

„Ef þú horfir á leikskýrslur þá getur þú séð að það er komin smá ró og sömu menn spila. Það er oftast þannig að það gerist í undirbúningstímabilinu að sömu menn spila og þeir halda oftar hreinu, þessir fjórir hafa spilað mest í síðustu fimm, sex eða sjö leiknum og skilja hvorn annan betur."


Willum Þór Willumsson hefur fengið tækifæri í síðustu leikjum Blika og hefur staðið sig vel. Milos er afar ánægður með hann.

„Það var markvisst unnið með honum og byggja hann í gegnum sumarið og að hann myndi nýta tækifærið þegar það kæmi. Ég er ekki að skipta mönnum út þegar gengur vel bara til að skipta þeim út en ef hann vinnur vel í sínum málum næsta vetur þá getur hann orðið mjög góður miðjumaður," sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner