Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
   sun 27. ágúst 2017 20:34
Magnús Þór Jónsson
Milos: Það er komin smá ró
Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks
Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla, var sáttur með 2-0 sigur liðsins á ÍA í kvöld. Aron Bjarnason var í lykilhlutverki í leiknum í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 ÍA

„Þetta var svolítið kaflaskipt. Mér fannst við vera með control meirihlutann af leiknum og hættulegri en það var kafli í fimmtán eða tuttugu mínútur þar sem þeir voru meira með boltann en ég vildi og nýttu sína styrkleika."

„Við sköpuðum fullt af færum og þegar það gerist þannig þá veit ég að hreyfingarnar eru góðar og menn eru að hlaupa í rétt svæði en markaskorunin má vera betri. Ég er ekkert að kvarta, 2-0 og halda hreinu."

„Ef þú horfir á leikskýrslur þá getur þú séð að það er komin smá ró og sömu menn spila. Það er oftast þannig að það gerist í undirbúningstímabilinu að sömu menn spila og þeir halda oftar hreinu, þessir fjórir hafa spilað mest í síðustu fimm, sex eða sjö leiknum og skilja hvorn annan betur."


Willum Þór Willumsson hefur fengið tækifæri í síðustu leikjum Blika og hefur staðið sig vel. Milos er afar ánægður með hann.

„Það var markvisst unnið með honum og byggja hann í gegnum sumarið og að hann myndi nýta tækifærið þegar það kæmi. Ég er ekki að skipta mönnum út þegar gengur vel bara til að skipta þeim út en ef hann vinnur vel í sínum málum næsta vetur þá getur hann orðið mjög góður miðjumaður," sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner