Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   sun 27. ágúst 2017 20:34
Magnús Þór Jónsson
Milos: Það er komin smá ró
Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks
Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla, var sáttur með 2-0 sigur liðsins á ÍA í kvöld. Aron Bjarnason var í lykilhlutverki í leiknum í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 ÍA

„Þetta var svolítið kaflaskipt. Mér fannst við vera með control meirihlutann af leiknum og hættulegri en það var kafli í fimmtán eða tuttugu mínútur þar sem þeir voru meira með boltann en ég vildi og nýttu sína styrkleika."

„Við sköpuðum fullt af færum og þegar það gerist þannig þá veit ég að hreyfingarnar eru góðar og menn eru að hlaupa í rétt svæði en markaskorunin má vera betri. Ég er ekkert að kvarta, 2-0 og halda hreinu."

„Ef þú horfir á leikskýrslur þá getur þú séð að það er komin smá ró og sömu menn spila. Það er oftast þannig að það gerist í undirbúningstímabilinu að sömu menn spila og þeir halda oftar hreinu, þessir fjórir hafa spilað mest í síðustu fimm, sex eða sjö leiknum og skilja hvorn annan betur."


Willum Þór Willumsson hefur fengið tækifæri í síðustu leikjum Blika og hefur staðið sig vel. Milos er afar ánægður með hann.

„Það var markvisst unnið með honum og byggja hann í gegnum sumarið og að hann myndi nýta tækifærið þegar það kæmi. Ég er ekki að skipta mönnum út þegar gengur vel bara til að skipta þeim út en ef hann vinnur vel í sínum málum næsta vetur þá getur hann orðið mjög góður miðjumaður," sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner