Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fös 27. september 2013 22:09
Fótbolti.net
Lið ársins í 2. deild 2013
Einar Bjarni Ómarsson í KV er leikmaður ársins í 2. deild.
Einar Bjarni Ómarsson í KV er leikmaður ársins í 2. deild.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Páll Kristjánsson og Halldór Árnason. Þjálfarar ársins í 2. deild.
Páll Kristjánsson og Halldór Árnason. Þjálfarar ársins í 2. deild.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir Marteinsson er sá efnilegasti.
Ásgeir Marteinsson er sá efnilegasti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Atli Steinþórsson markakóngur.
Guðmundur Atli Steinþórsson markakóngur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld var lið ársins í 2. deild karla opinberað á Rúbín í Öskjuhlíð. Fótbolti.net fylgdist vel með 2. deildinni í sumar og fékk þjálfara og fyrirliða deildarinnar til að velja lið keppnistímabilsins. Hér að neðan má líta það augum en einnig var opinberað val á þjálfara og leikmanni ársins og efnilegasta leikmanninum.



Markvörður:
Beitir Ólafsson - HK

Varnarmenn:
Arnór Snær Guðmundsson - Afturelding
Tómas Agnarsson - KV
Guðmundur Marteinn Hannesson - Grótta
Leifur Andri Leifsson - HK

Miðjumenn:
Jens Elvar Sævarsson - Grótta
Einar Bjarni Ómarsson - KV
Ásgeir Marteinsson - HK

Sóknarmenn:
Darko Matejic - Ægir
Guðmundur Atli Steinþórsson - HK
Theodór Guðni Halldórsson - Njarðvík




Varamannabekkur:
Magnús Þór Magnússon - ÍR
Anton Ástvaldsson - Grótta/Höttur
Halldór Bogason - KV
Stefán Jóhann Eggertsson - HK
Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban - Afturelding
Alexander Aron Davorsson - Afturelding
Gunnar Wigelund - Reynir S.

Aðrir sem fengu atkvæði:
Markverðir: Jón Kolbeinn Guðjónsson (Grótta), Steinþór Már Auðunsson (Dalvík/Reynir), Maciej Majewski (Sindri), Anton Ari Einarsson (Afturelding), Hugi Jóhannesson (Ægir).
Varnarmenn: Axel Kári Vignisson (ÍR), Óli Stefán Flóventsson (Sindri), Einar Marteinsson (Afturelding), Gunnar Kristjánsson (KV), Ísleifur Guðmundsson (Njarðvík), Vignir Lúðvíksson (Hamar), Rafn Markús Vilbergsson (Njarðvík), , Kristófer Þór Magnússon (Grótta), Eyjólfur Eyjólfsson (KV), Hrafn Jónsson (Grótta), Michael Jónsson (Reynir), Kristján Sigurólason (Dalvík/Reynir), Bogi Rafn Einarson (HK), Styrmir Gauti Fjeldsted (Njarðvík), Reynir Magnússon (ÍR), Erlingur Jack Guðmundsson (Grótta), Þorgeir Leó Gunnarsson (Afturelding), Sigurður Sævarsson (Reynir).
Miðjumenn: Alexander Kostic (ÍR), Hörður Magnússon (HK), Davíð Birgisson (KV), Pétur Heiðar Kristjánsson (Dalvík/Reynir), Steinar Ægisson (Afturelding), Jón Kári Eldon (KV), Einar Már Þórisson (KV), Þorvaldur Sveinn Sveinsson (Grótta), Jóhann Magni Jóhannsson (Reynir), Halldór Orri Hjaltason (Dalvík/reynir), Magnús Már Einarsson (Afturelding), Ólafur Júlíusson (HK), Halldór Hilmisson (Grótta), Atli Haraldsson (Sindri), Hilmir Ægisson (Afturelding), Birgir Magnússon (HK), Jón Gísli Ström (ÍR).
Sóknarmenn: Brynjar Orri Bjarnason (KV), Alexander Már Hallgrímsson (Dalvík/Reynir), Andri Gíslason (Grótta).



Þjálfari ársins: Páll Kristjánsson og Halldór Árnason - KV
Páll og Halldór hafa þjálfað lið KV í sameiningu undanfarin tvö ár. Í fyrra var liðið hársbreidd frá því að komast upp í 1. deildina en í ár tókst ætlunarverkið. Páll og Halldór eru báðir 29 ára gamlir en þeir hafa lengi verið viðloðandi starfið hjá KV.
Aðrir sem fengu atkvæði sem þjálfari ársins: Gunnlaugur Jónsson, Óli Stefán Flóventsson, Alfreð Elías Jóhannsson, Ólafur Brynjólfsson, Pétur Heiðar Kristjánsson.

Leikmaður ársins: Einar Bjarni Ómarsson - KV
Einar Bjarni lék með bæði Gróttu og KR í yngri flokkunum. Hann steig sín fyrstu skref í meistaraflokki í Gróttu áður en hann ákvað að ganga í raðir KV í fyrra. Eftir að hafa verið í lykilhlutverki á síðasta tímabili steig Einar Bjarni ennþá meira upp í ár og var besti leikmaðurinn í 2. deildinni. Einar Bjarni var frábær á miðjunni hjá KV og átti stóran þátt í að liðið komst upp í 1. deild.
Aðrir sem fengu atkvæði sem leikmaður ársins: Guðmundur Atli Steinþórsson (HK), Darko Matejic (Ægir), Tómas Agnarsson (KV), Beitir Ólafsson (HK).

Efnilegastur: Ásgeir Marteinsson - HK
Ásgeir spilaði einungis tvo leiki í 2. deildinni með HK í fyrra en í sumar var hann í stóru hlutverki þegar liðið tryggði sér sigur í deildinni. Ásgeir er fæddur árið 1994 en hann getur spilað í öllum stöðum framarlega á vellinum. Í sumar skoraði hann tíu mörk í 2. deildinni með HK en mörg þeirra voru afar þýðingarmikil.
Aðrir sem fengu atkvæði sem efnilegastur: Arnór Snær Guðmundsson (Afturelding), Theodór Guðni Halldórsson (Njarðvík).


Ýmsir molar:

- Guðmundur Atli Steinþórsson í HK varð markakóngur í deildinni. Hann fékk flest atkvæði í lið ársins og var sá sem veitti Einari Bjarna mestu samkeppnina um titilinn leikmaður ársins.

- Ásgeir Marteinsson hlaut yfirburðakosningu í valinu á efnilegasta leikmanninum.

- Leikmenn úr öllum liðum deildarinnar fengu atkvæði.

Smellið hér til að sjá lið ársins í 2. deild 2012
Athugasemdir
banner