Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 27. september 2016 09:00
Elvar Geir Magnússon
Abramovich tilbúinn fyrir hreinsun hjá Chelsea
Powerade
Hreinsanir framundan hjá Roman?
Hreinsanir framundan hjá Roman?
Mynd: Getty Images
Heitt undir Bilic.
Heitt undir Bilic.
Mynd: Getty Images
Það er af nægu að taka í slúðurpakka dagsins. Flestir molarnir voru teknir saman af BBC en við bættum nokkrum safaríkum við.

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, er tilbúinn að borga fyrir endurnýjun á leikmannahópi félagsins ef leikmenn sannfæra ekki Antonio Conte knattspyrnustjóra um að þeir geti keppt um stærstu titlana. (Telegraph)

Chelsea mun gera 25 milljóna punda tilboð í Michael Keane (23) varnarmann Burnley til að reyna að leysa varnarvandræði félagsins. (Daily Mirror)

Conte gæti gert janúartilboð í Ben Davies (23) bakvörð Tottenham en hann hefur ekki náð að vinna sér inn fast sæti á White Hart Lane. (ESPN)

Francesco Guidolin, stjóri Swansea, er á barmi þess að vera rekinn og gæti yfirgefið Liberty leikvanginn í lok vikunnar. (TalkSport)

Bandaríkjamaðurinn Bob Bradley, núverandi þjálfari Le Havre í Frakklandi, hefur rætt við stjórnarformann Swansea, Huw Jenkins, um að kom í stað Guidolin. (Sun)

Vincent Kompany (30), fyrirliði Manchester City, mun fara í meðhöndlun á sjúkrahúsi í Barcelona í þeirri von að geta komið ferlinum á beinu brautina eftir sífelld meiðsli. (Daily Mail)

Roberto di Matteo, stjóri Aston Villa, verður að landa sigri í tveimur næstu leikjum til að halda starfi sínu. (Guardian)

Juan Mata (28) hjá Manchester United hefur rætt við Jose Mourinho um nýjan samning. Spánverjinn vill vera áfram hjá félaginu en hann á tvö ár eftir af samningi sínum. (Sun)

Stóri Sam Allardyce hyggst velja Marcus Rashford (18) í landsliðshóp sinn fyrir leiki gegn Möltu og Slóveníu í undankeppni HM sem verða í komandi mánuði. (Independent)

Phil Jones (24), varnarmaður Manchester United, er kominn með hlíf á hné og verður lengur á meiðslalistanum. (Sun)

Manchester United og Real Madrid vilja fá vængmanninn Gelson Martins (21) sem spilar fyrir Sporting Lissabon. Martins hefur byrjað tímabilið frábærlega, með tveimur mörkum og fjórum stoðsendingum. (Record)

Slaven Bilic, stjóri West Ham, fær aðeins þrjá leiki til að bjarga starfi sínu eftir að hafa aðeins unnið einn sigur í fyrstu sex úrvalsdeildarleikjum tímabilsins. (Sun)

Hjá West Ham eru vaxandi áhyggjur af því að gæði æfinga undir stjórn Bilic séu ekki nægilega mikil. Leikmenn fá að taka börnin sín með á æfingar. (Daily Mail)

Stoke mun halda áfram að gefa Mark Hughes stuðning þó félagið hafi ekki unnið neinn af fyrstu sex úrvalsdeildarleikjum sínum á tímabilinu og situr í 19. sæti. (Daily Mirror)

AC Milan ætlar að gera tilboð í Brasilíumanninn Oscar (25) hjá Chelsea. Oscar hefur verið byrjunarliðsmaður undir stjórn Conte. (CalcioMercatoWeb)

Paul Duffen, fyrrum stjórnarformaður Hull City, segir að það liggi ekki á að selja félagið. Viðræður við hugsanlega fjárfesta munu halda áfram. (Sky Sports)

Sunderland vill fá Joao Carlos Teixeira (23), fyrrum framherja Liverpool, á láni frá Porto. (Mundo Deportivo)

Viðræður milli West Ham og miðjumannsins Reece Oxford (17) um nýjan samning hafa strandað. Manchester United og Manchester City hafa bæði áhuga á Oxford sem á 18 mánuði eftir af samningi sínum. (ESPN)

Gerard Pique (29), varnarmaður Barcelona, er tilbúinn að spila í bandarísku MLS-deildinni þegar veru hans á Nývangi lýkur. (Fox Sports)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að sitt lið sé ekki of langt frá þeim liðum sem berjast um enska meistaratitilinn. (Sky Sports)

Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, hafnar því að það séu deilur milli hans og Cristiano Ronaldo (31). Ronaldo var ósáttur við að vera tekinn af velli í jafnteflinu gegn Las Palmas um liðna helgi. (Reuters)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner