þri 27. september 2016 09:46
Elvar Geir Magnússon
Besti dómari heims dæmir á Laugardalsvelli
Icelandair
Clattenburg flautar á Íslandi.
Clattenburg flautar á Íslandi.
Mynd: Getty Images
Englendingurinn Mark Clattenburg verður dómari á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM en leikurinn verður á Laugardalsvelli sunnudaginn 9. október. Þremur dögum áður leikur Ísland við Finnland á sama velli.

Tyrkneska knattspyrnusambandið greinir frá því að Clattenburg muni dæma leikinn.

Fótboltaáhugamenn þekkja Clattenburg vel enda fremsti dómari Englands. Hann dæmdi úrslitaleik Meistaradeildarinnar fyrr á þessu ári þegar Real Madrid lagði Atletico Madrid. Þá dæmdi hann einnig úrslitaleik EM í Frakklandi í sumar þegar Portúgal lagði Frakkland.

Það má því kalla hann besta dómara heims.

Clattenburg er það stoltur af þessum úrslitaleikjum að hann fékk sér sérstök húðflúr eftir sumarið.

Clattenburg hefur tvívegis starfað sem fjórði dómari á landsleik hjá Íslandi. Hann var með skiltið í sigrinum frækna gegn Austurríki í sumar og þá var hann fjórði dómari á Laugardalsvelli 2007 þegar Ísland tapaði 2-4 fyrir Lettlandi. Myndin hér að neðan var tekin af honum þá.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner