Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 27. september 2016 15:15
Elvar Geir Magnússon
Bestur í Inkasso: Getur orðið virkilega góður
Leikmaður 22. umferðar - Kristófer Páll Viðarsson (Leiknir F.)
Kristófer Páll Viðarsson.
Kristófer Páll Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristófer Páll Viðarsson skoraði fjögur mörk fyrir Leikni Fáskrúðsfirði í 7-2 sigrinum umtalaða gegn HK í lokaumferð Inkasso-deildarinnar. Hann er að sjálfsögðu leikmaður umferðarinnar en með sigrinum náðu Leiknismenn á ótrúlegan hátt að halda sæti sínu, markatalan var einu marki betri en hjá Huginn sem tapaði 1-4 á Selfoss.

Sjá einnig:
Viðtal við Kristófer eftir leikinn

Við fengum Björgvin Stefán Pétursson, fyrirliða Fáskrúðsfirðinga, í Innkastið sem birtist í gærkvöldi. Þar talaði hann meðal annars um Kristófer.

„Kristófer er góður drengur. Hann er mjög efnilegur og góður í fótbolta. Hann skoraði tíu mörk í sumar og hefur allt til brunns að bera til að verða virkilega góður ef hann heldur rétt á spilunum," segir Björgvin.

Viðar Jónsson, þjálfari Leiknismanna, er faðir Kristófers en Björgvin segir Kristófer það góðan að það hafi aldrei skapað neinar deilur innan leikmannahópsins.

„Það vita allir hvað hann getur. Það er sama hver er þjálfarinn, hann væri alltaf í liðinu. Það eru alltaf einhver tengsl hjá svona litlum liðum á landsbyggðinni."

Kristófer er samningsbundinn Víkingi Reykjavík út næsta ár en félagið lánaði hann til baka heim í Fáskrúðsfjörð.

„Ég veit ekkert hvernig hans mál munu fara. Vonandi fyrir hann fer hann í Pepsi-deildina og gerir góða hluti en vonandi fyrir okkur mun hann taka eitt ár í viðbót með okkur og þroskast enn frekar sem leikmaður og persóna."

Í Innkastinu talar Björgvin nánar um þennan ótrúlega leik gegn HK.

Sjá einnig:
Bestur í 21. umferð - Bjarni Gunnarsson (HK)
Bestur í 20. umferð - Sigurbergur Elísson (Keflavík)
Bestur í 19. umferð - Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
Bestur í 18. umferð - Sindri Björnsson (Leiknir R.)
Bestur í 17. umferð - Rodrigo Gomes Mateo (Grindavík)
Bestur í 16. umferð - Hilmar Freyr Bjartþórsson (Leiknir F.)
Bestur í 15. umferð - Aleksandar Trninic (KA)
Bestur í 14. umferð - Gunnar Þorsteinsson (Grindavík)
Bestur í 13. umferð - Gunnlaugur F. Guðmundsson (Haukar)
Bestur í 12. umferð - Einar Orri Einarsson (Keflavík)
Bestur í 11. umferð - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Bestur í 10. umferð - Sveinn Fannar Sæmundsson (Fjarðabyggð)
Bestur í 9. umferð - Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík)
Bestur í 8. umferð - Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Bestur í 7. umferð - Alexander Helgason (Haukar)
Bestur í 6. umferð - Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Bestur í 5. umferð - Ivan Bubalo (Fram)
Bestur í 4. umferð - Gunnar Örvar Stefánsson (Þór)
Bestur í 3. umferð - Jósef Kristinn Jósefsson (Grindavík)
Bestur í 2. umferð - Arnar Aðalgeirsson (Haukar)
Bestur í 1. umferð - Stefán Ómar Magnússon (Huginn)
Kristófer: Fór að gráta eftir vítið sem tryggði sætið
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner