Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 27. september 2016 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik Íslandsmeistari í A, B og C liðum í 5. flokki kvenna
A-lið Breiðabliks í 5. flokki kvenna 2016.
A-lið Breiðabliks í 5. flokki kvenna 2016.
Mynd: Bjarni Antonsson
Breiðablik varð Íslandsmeistari í A, B og C liðum í 5.flokki kvenna fyrr í september mánuði.

A lið Breiðabliks vann Val 2-0 í úrslitaleik sem fram fór á Valsvelli. Voru það Björk Bjarnadóttir og Írena Héðinsdóttir Gonzalez sem skoruðu mörk Breiðabliks.

Breiðablik 2 vann Breiðablik í úrslitaleik B liða sem var spilaður á Kópavogsvelli. Var það María Jónsdóttir (tvö mörk) og María Hlín Ólafsdóttir (eitt mark) sem skoruðu fyrir Breiðablik 2.

Breiðablik varð svo Íslandsmeistari í C liðum eftir úrslitariðil þar sem Breiðablik 2, Breiðablik 3 og Fram/Afturelding léku einnig.

Þjálfarar flokksins eru Hörður Ingi Harðarson, Margrét María Hólmarsdóttir og Steinunn Sigurjónsdóttir.
Athugasemdir
banner