þri 27. september 2016 17:30
Elvar Geir Magnússon
Bubalo og Parlov fara frá Fram - Layeni líklega líka
Ivan Bubalo.
Ivan Bubalo.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ivan Bubalo og Ivan Parlov eru báðir á förum frá Fram en þetta staðfesti Brynjar Jóhannesson, formaður meistaraflokksráðs, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Bubalo og Parlov eru báðir frá Króatíu en þeir komu til Fram í vor líkt og landi þeirra Dino Gavric. Gavric spilaði 18 leiki í vörn Fram í sumar og líkur eru á að hann verði áfram hjá liðinu.

Bubalo var markahæsti leikmaður Fram í sumar með níu mörk en hann er á förum líkt og Parlov sem skoraði tvö mörk í sextán leikjum.

Þá er ólíklegt að markvörðurinn Stefano Layeni verði áfram í herbúðum Fram næsta sumar.

Layeni kom til Fram í vor eftir stutta dvöl hjá Leiknis Fáskrúðsfirði þar sem hann stoppaði einungis í nokkrar vikur. Layeni er 34 ára gamall Ítali en hann spilaði á sínum tíma í Serie B í heimalandi sínu.

Fram endaði í 6. sæti í Inkasso-deildinni í sumar. Að sögn Brynjars er næsta skref hjá Fram að setjast niður með Ásmundi Arnarssyni þjálfara liðsins og ræða framhaldið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner