Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 27. september 2016 11:35
Magnús Már Einarsson
Chico Flores gerir grín að Stóra Sam
Chico Flores.
Chico Flores.
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce, landsliðsþjálfari Englandi, gæti misst starf sitt í vikunni eftir uppljóstranir hjá The Telegraph í gær.

Chico Flores, fyrrum varnarmaður Swansea, hefur verið duglegur að gera grín að stóra Sam á Twitter í morgun.

Flores og Stóri Sam rifust í leik Swansea og West Ham árið 2013. Sam hló þá að Flores og sakaði hann um leikaraskap en spænski varnarmaðurinn varð brjálaður í kjölfarið.

Flores virðist ekki leiðast að sjá Allardyce í vandræðum í dag eins og sjá má á Twitter færslum hans hér að neðan.

Hinn 29 ára gamli Flores spilar sjálfur í Katar í dag með liði Lekhwiya.




Athugasemdir
banner
banner