Heiða Rakel Guðmundsdóttir, framherji Hauka, var vissulega mjög kát eftir 5-1 sigur á Grindavík í gær sem tryggði þeim sigur í 1. deild kvenna.
Heiða skoraði í leiknum í dag ásamt því að hún skoraði tvö í undanúrslitaleiknum gegn Keflavík. Hún er því ansi sátt við síðustu daga.
Heiða skoraði í leiknum í dag ásamt því að hún skoraði tvö í undanúrslitaleiknum gegn Keflavík. Hún er því ansi sátt við síðustu daga.
Lestu um leikinn: Grindavík 1 - 5 Haukar
„Þetta er búið að vera geðveikt, við vorum ekki að búast við þessu en við keyrðum okkur út og gáfum allt í þetta."
Haukar byrjðu ekki vel í leiknum en Heiða hrósar ræðum Kjartans Stefánssonar, þjálfara liðsins.
„VIð vorum mjög slakar í byrjun en þjálfarinn tók ræðuna í hálfleik og við rifum okkur í gang."
„Þjálfarinn sagðist ætla að gefa okkur tíu mínútur, gegn Keflavik skoruðum við tvö mörk á tíu mínútum og við gerðum það aftur í dag."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir