Hildigunnur Ólafsdóttir, leikmaður Hauka, var að sjálfsögðu himinlifandi með 5-1 sigur liðsins á Grindavík í dag. Með sigrinum tryggði liðið sér titilinn í 1. deild kvenna.
Hún skoraði fjórða mark leiksins í frábærum sigri. Hildigunnur segir þetta hafa verið draumasumar.
Hún skoraði fjórða mark leiksins í frábærum sigri. Hildigunnur segir þetta hafa verið draumasumar.
Lestu um leikinn: Grindavík 1 - 5 Haukar
„Þetta er snilld, við vorum ekki að búast við að komast svona langt. Þetta er búið að vera draumasumar."
„Við unnum Lengjubikarinn, Íslandsmeistaratitilinn og það besta er að við erum komnar í Pepsi."
Fæstir bjuggust við því að Haukar myndu vinna deildina og fannst Hildigunni það því sérstaklega skemmtilegt.
„Það voru ekki margir að búast við þessu frá okkur og það var gaman að skella þessu í andlitið á þeim."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir