þri 27. september 2016 17:59
Magnús Már Einarsson
Meistaradeildin - Byrjunarlið: Schmeichel snýr aftur
Kasper Schmeichel er kominn aftur í markið.
Kasper Schmeichel er kominn aftur í markið.
Mynd: Getty Images
Keylor Navas spilar fyrsta leik sinn á tímabilinu.
Keylor Navas spilar fyrsta leik sinn á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Átta leikir eru á dagskrá í Meistaradeild Evrópu í kvöld en þeir hefjast klukkan 18:45.

Borussia Dortmund fær Real Madrid í heimsókn í Þýskalandi. Keylor Navas spilar sinn fyrsta leik í markinu á þessu tímabili en hann hefur verið meiddur. James Rodriguez kemur einnig inn í byrjunarlið Real Madrid.

Leiceter fær Porto í heimsókn í fyrsta heimaleik sínum í Meistaradeildinni. Kasper Schmeichel er mættur aftur í markið hjá Englandsmeisturunum eftir meiðsli.

Islam Slimani byrjar frammi en hann hefur skorað sex mörk í sex leikjum gegn Porto á ferlinum með Sporting Lisabon.

Tottenham mætir CSKA Moskvu. Kieran Trippier og Erik Lamela koma inn í lið Tottenham fyrir Kyle Waker og Moussa Sissoko frá því í leiknum gegn Middlesbrough um helgina.

Dortmund: Burki, Piszczek, Sokratis, Ginter, Schmelzer, Weigl, Castro, Gotze, Guerreiro, Dembele, Aubameyang
Real Madrid: Navas, Carvajal, Ramos, Varane, Danilo, Kroos, Modric, James, Bale, Ronaldo, Benzema

Leicester: Schmeichel, Hernández, Huth, Morgan, Fuchs, Mahrez, Drinkwater, Amartey, Albrighton, Slimani, Vardy
Porto: Casillas, Layun, Felipe, Marcano, Telles, Danilo, Andre, Torres, Otavio, Adrian, Silva

Tottenham: Lloris, Trippier, Alderweireld, Vertonghen, Davies, Wanyama, Alli, Lamela, Eriksen, Son, Janssen


Leikir kvöldsins:

E-riðill:
18:45 Monaco - Bayer Leverkusen
18:45 CSKA Moskva - Tottenham

F-riðill:
18:45 Borussia Dortmund - Real Madrid
18:45 Sporting Lisabon - Legia Varsjá

G-riðill:
18:45 Kaupmannahöfn - Club Brugge
18:45 Leicester City - Porto

H-riðill:
18:45 Sevilla - Lyon
18:45 Dinamo Zagreb - Juventus
Athugasemdir
banner
banner
banner