þri 27. september 2016 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: James Corden tók við æfingu hjá Arsenal
Mynd: Getty Images
Breski grínistinn James Corden er meðal þeirra allra vinsælustu í bransanum og hefur hann mikinn áhuga á knattspyrnu.

Corden hefur áður gert skemmtileg myndbönd sem tengjast knattspyrnu, til dæmis þegar hann tók leikmenn Manchester United í eróbikk tíma eða þegar hann komst að því að Gary Neville á ættir sínar að rekja til Liverpool.

Í þetta skiptið tók Corden við stjórn hjá Arsenal og fór með leikmönnum liðsins í rútuferð og stýrði þeim á æfingu.

Útkoman er vægast sagt fyndin og er hægt að sjá myndbandið í heild sinni hér fyrir neðan.

Mælt er sérstaklega með því að spóla fram í tímann til að geta fylgst með flóknum teygjuæfingum og ótrúlega frumlegum hugmyndum að því hvernig á að fagna mörkum, en ljóst er að Corden er engu síðri heldur en Silfurskeiðin þegar það kemur að frumleika í fagnaðarlátum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner