Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 27. september 2016 21:41
Ívan Guðjón Baldursson
Pochettino: Þetta var skyldusigur - Riðillinn galopinn
Heung-Min Son gerði sigurmarkið á 71. mínútu, eftir stoðsendingu frá Erik Lamela.
Heung-Min Son gerði sigurmarkið á 71. mínútu, eftir stoðsendingu frá Erik Lamela.
Mynd: Getty Images
Tottenham rétt marði CSKA frá Moskvu með einu marki gegn engu í Meistaradeildinni í kvöld.

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segir að um skyldusigur hafi verið að ræða enda sé liðið í erfiðum riðli ásamt Monaco og Bayer Leverkusen, auk CSKA.

„Þetta var mjög mikilvægur sigur í baráttunni um sæti í útsláttarkeppninni," sagði Pochettino að leikslokum.

„Þetta var skyldusigur fyrir okkur. Núna erum við í 2. sæti en það er mikið eftir og riðillinn galopinn."

Heung-Min Son hefur staðið sig frábærlega undanfarnar vikur og gerði sigurmarkið í dag.

„Þetta var erfiður útileikur og við vorum þreyttir eftir laugardagsleikinn í deildinni og ferðalagið til Rússlands í gær," sagði Son.

„Við lögðum okkur alla fram og erum ánægðir með stigin."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner