Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 27. september 2016 22:19
Ívan Guðjón Baldursson
Rodgers: Finn til með Sam - Blekktur úr starfi
Mynd: Getty Images
Fréttamenn Daily Telegraph komu upp um Sam Allardyce þegar þeir birtu upptöku af honum hrauna yfir enska knattspyrnusambandið og tala um hversu auðvelt sé að komast framhjá reglum leikmannamarkaðarins.

Telegraph og Sky greina núna frá því að átta stjórar úr ensku Úrvalsdeildinni séu grunaðir um að hafa brotið hinar ýmsu reglur á leikmannamarkaðinum.

Brendan Rodgers, stjóri Celtic, segist finna til með Stóra Sam og er hann ekki einn um það.

„Þetta er ömurlegt, ég finn til með Sam. Maðurinn er að taka við nýju starfi og er blekktur úr því. Ég ætla ekki að tjá mig frekar um málið," sagði Rodgers.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner