Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 27. september 2016 05:55
Arnar Geir Halldórsson
Ísland í dag - Úrslitaleikur 1.deildar kvenna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikir fara fram hér á landi í dag og lýkur þar með 1.deild kvenna þetta árið.

Grindavík og Haukar tryggðu sér á dögunum sæti í Pepsi deildinni á næsta ári og þau munu mætast í úrslitaleik um 1.sætið í dag á Grindavíkurvelli.

Liðin sem sátu eftir með sárt ennið, Keflavík og ÍR, þurfa hinsvegar að kljást um þriðja sætið og fer leikur þeirra fram í Reykjaneshöllinni.

Leikir dagsins

1. deild kvenna 2016 Úrslit
16:00 Grindavík-Haukar (Grindavíkurvöllur)
19:15 Keflavík-ÍR (Reykjaneshöllin)
Athugasemdir
banner
banner