Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 27. september 2016 18:06
Magnús Már Einarsson
Stóri Sam hættir með enska landsliðið
Leik lokið.
Leik lokið.
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce mun í kvöld hætta störfum sem landsliðsþjálfari Englands. Ensk dagblöð keppast við að segja frá þessum fréttum undanfarnar mínútur.

Búist er við að enska knattspyrnusambandið staðfesti tíðindin í kvöld og að yfirlýsingu frá sambandinu verði sagt að um sameiginlega ákvörðun sé að ræða.

Rannsóknarblaðamenn frá The Daily Telegraph sátu fundi með Allardyce í síðasta mánuði þar sem þeir þóttust vera erlendir viðskiptamenn. Allardyce sagði marga mjög óheppilega hluti en blaðamennirnir tóku allt samtalið upp. Í kjölfarið er Sam að missa starfið sem landsliðsþjálfari.

Allardyce sagði meðal annars frá því á fundinum hvernig hægt sé að komast framhjá reglu sem enska sambandið setti árið 2008 um að enginn þriðji aðili megi eiga hlut í leikmönnum. Allardcye vildi fá 400 þúsund pund í sinn vasa til að hjálpa viðskiptamönnunum að komast framhjá reglunni.

Hinn 61 árs gamli Allardyce lét einnig Roy Hodgson, fyrrum landsliðsþjálfara Englendinga, heyra það sem og enska knattspyrnusambandið.

Líklegt er að Gareth Southgate, þjálfari U21 árs landsliðs Englands, taki tímabundið við A-landsliðinu fyrir komandi leiki gegn Möltu og Slóveníu. Leikurinn gegn Möltu er á Wembley um aðra helgi.

Sjá einnig:
Sam Allardyce í stórkostlegum vandræðum
Hvað verður um Sam Allardyce?
John Cross: Stóri Sam lítur út eins og fáviti
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner