Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 27. september 2016 19:05
Elvar Geir Magnússon
Stóri Sam hættur - Southgate stýrir næstu leikjum (Staðfest)
Stóri Sam og Gareth Southgate. Þegar allt lék í lyndi.
Stóri Sam og Gareth Southgate. Þegar allt lék í lyndi.
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið, FA, hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem staðfest er að Stóri Sam Allardyce sé hættur sem landsliðsþjálfari eftir aðeins einn leik í starfi.

Í yfirlýsingunni segir að gjörðir Allardyce hafi ekki verið sæmandi landsliðsþjálfara Englands, hann hafi boðist til að segja upp og enska sambandið þáði það.

Sjálfur hefur Stóri Sam gefið frá sér yfirlýsingu.

„Það var mér mikill heiður að vera ráðinn í þessa stöðu í júlí og niðurstaðan eru mér gríðarleg vonbrigði. Í dag fór ég á fund þar sem ég baðst afsökunar á hegðun minni frá innstu hjartarótum," segir Stóri Sam sem segist sjá mikið eftir ummælum sínum.

Stóri Sam var aðeins 67 daga í starfi og stýrði Englandi til sigurs á dramatískan hátt gegn Slóvakíu í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM. Það reyndist eini leikur hans í starfinu.

Rannsóknarblaðamenn frá Telegraph sátu fundi með Allardyce í síðasta mánuði þar sem þeir þóttust vera erlendir viðskiptamenn. Allardyce sagði marga mjög óheppilega hluti en blaðamennirnir tóku allt samtalið upp.

Gareth Southgate, þjálfari U21-landsliðsins, mun taka tímabundið við enska landsliðinu á meðan FA leitar að nýjum þjálfara. Fyrsti leikur Southgate með A-landsliðið verður gegn Möltu á Wembley aðra helgi.

Þá mun hann einnig stýra leikjum gegn Slóveníu, Skotlandi og Spáni.
Athugasemdir
banner
banner