Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 27. september 2016 13:56
Elvar Geir Magnússon
Tímabili Jóns Guðna lokið vegna höfuðmeiðsla
Jón Guðni missir alls af sextán deildarleikjum.
Jón Guðni missir alls af sextán deildarleikjum.
Mynd: Getty Images
Tímabilinu er lokið hjá Jóni Guðna Fjólusyni, miðverði hjá sænsku meisturunum í Norrköping. Jón Guðni hefur enn ekki jafnað sig eftir að hafa orðið fyrir höfuðhöggi í leik gegn Rosenborg í forkeppni Meistaradeildarinnar í júlí.

Læknar hafa tekið þá ákvörðun að ekki sé ráðlegt að stefna á endurkomu á þessari leiktíð.

Dale Reese, læknir hjá Norrköping, segir að ekki sé annað hægt að gera en að bíða. Í svona meiðslum séu engar áhættur teknar en batinn hefur gengið hægar en reiknað var með.

Jón Guðni kom til Norrköping frá Sundsvall fyrir tímabilið og var fastamaður fyrir meiðslin. Hann mun alls missa af 16 leikjum vegna þessara meiðsla.

Norrköping er í öðru sæti sænsku úrvalsdeildarinnar, stigi á eftir Kára Árnasyni og félögum í Malmö. Sex umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner