Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 27. september 2016 11:24
Magnús Már Einarsson
Times: Stóri Sam nálægt því að vera rekinn
Í veseni.
Í veseni.
Mynd: Getty Images
Enska dagblaðið The Times segir að Sam Allardyce sé nálægt því að vera rekinn úr starfi sem landsliðsþjálfari Englands.

Rannsóknarblaðamenn frá The Daily Telegraph sátu fundi með Allardyce á dögunum þar sem þeir þóttust vera erlendir viðskiptamenn.

Allardyce sagði marga mjög óheppilega hluti sem eru líklegir til að koma honum úr starfi sem landsliðsþjálfari en blaðamennirnir tóku allt samtalið upp.

Allardcye sagði meðal annars frá því hvernig hægt sé að komast framhjá reglu sem enska sambandið setti árið 2008 um að enginn þriðji aðili megi eiga hlut í leikmönnum. Allardcye vildi fá 400 þúsund pund í sinn vasa til að hjálpa viðskiptamönnunum að komast framhjá reglunni.

Hinn 61 árs gamli Allardyce lét einnig Roy Hodgson, fyrrum landsliðsþjálfara Englendinga, heyra það sem og enska knattspyrnusambandið.

Enska knattspyrnusambandið er að rannsaka málið og hefur óskað eftir að The Telegraph gefi frekari upplýsingar.

The Times segir að Allardyce sé í mjög vondum málum og að enska knattspyrnusambandið sé nálægt því að reka hann úr starfi.

Sjá einnig:
Sam Allardyce í stórkostlegum vandræðum
Hvað verður um Sam Allardyce?
John Cross: Stóri Sam lítur út eins og fáviti
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner