Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 27. september 2016 20:17
Ívan Guðjón Baldursson
Yfirlýsing frá Stóra Sam: Var mikill heiður að vera ráðinn
Sam og aðstoðarmaðurinn Sammy á U21 landsleik Englands gegn Noregi.
Sam og aðstoðarmaðurinn Sammy á U21 landsleik Englands gegn Noregi.
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce er búinn að gefa út yfirlýsingu eftir að hafa, í samráði við enska knattspyrnusambandið, hætt sem þjálfari enska landsliðsins. Það er þó ekkert leyndarmál að Sam var í raun látinn hætta eftir að neyðarlegri upptöku af honum var lekið til The Telegraph.

Stóri Sam er stoltur af því að hafa verið ráðinn sem landsliðsþjálfari Englands og segist sjá eftir því sem hann segir á upptökunni.

„Í kjölfarið af atburðarás síðustu daga hef ég ákveðið í samráði við enska knattspyrnusambandið að láta af störfum sem þjálfari enska landsliðsins," segir í yfirlýsingunni.

„Það var mikill heiður fyrir mig að vera ráðinn og ég er mjög vonsvikinn með hvernig leiðir skilja. Ég fundaði með Greg Clarke og Martin Glenn (yfirmenn hjá enska knattspyrnusambandinu) og baðst innilegrar afsökunar á gjörðum mínum.

„Á fundinum var ég beðinn um að útskýra mál mitt og sýndi ég fullan samstarfsvilja. Ég sé eftir þessum ummælum."

Athugasemdir
banner
banner