Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. september 2017 13:06
Elvar Geir Magnússon
Víkingur lék á ólöglegum manni í bikarúrslitum 2. flokks
Fylkismönnum gæti verið dæmdur sigur.
Fylkismönnum gæti verið dæmdur sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Víkingur Reykjavík vann Fylki naumlega 2-1 í úrslitaleiknum í bikarkeppni 2. flokks í gær.

Nú hefur komið í ljós að Víkingar léku á ólöglegum manni í leiknum. Leikmaður í byrjunarliði Víkings átti að taka út leikbann sem hann var dæmdur í eftir undanúrslitin.

Fylki gæti verið dæmdur 3-0 sigur í leiknum, og þar með orðið bikarmeistari, ef félagið ákveður að kæra til KSÍ. Félög hafa fimm daga eftir að leikjum lýkur til að skila inn kæru.

Þórður Gíslason, formaður Fylkis, segir að málið fari í fagmannlegt ferli innan félagsins og fundað verði um það síðdegis eða í kvöld.

Hann segir leiðinlegt að félagið sé í þessari stöðu enda sé samband þess og Víkings mjög gott. Vont sé að félög þurfi að skila inn kærum í svona málum. Það megi horfa á málið frá mismunandi sjónarhornum, þarna hafi klárlega átt sér stað mannleg mistök hjá Víkingum en á hinn bóginn skuli rétt vera rétt.

„Við önum ekkert í að kæra til að fá bikar. Það er leiðinlegt að vera í þessari stöðu og við munum ræða þetta vel," segir Þórður.
Athugasemdir
banner
banner