Ævar Ingi Jóhannesson, kantmaður KA og U21 árs landsliðsins, er á leið til norska félagsins Álasund á reynslu.
Þetta staðfesti Sævar Pétursson framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KA í samtali við Fótbolta.net.
Þetta staðfesti Sævar Pétursson framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KA í samtali við Fótbolta.net.
Fleiri erlend félög hafa áhuga á að fá Ævar Inga í sínar raðir en hann mun byrja á að æfa með Álasund í viku.
Fjölmörg félög í Pepsi-deildinni hafa áhuga á að fá Ævar í sínar raðir en KA hefur hafnað öllum slíkum viðræðum á meðan verið er að skoða möguleika erlendis.
Ævar Ingi er tvítugur og uppalinn hjá KA. Hann var valinn í lið ársins í 1. deildinni í sumar en hann skoraði níu mörk í tuttugu leikjum með KA.
Álasund er í 10. sæti í norsku úrvalsdeildinni en Aron Elís Þrándarson og Daníel Leó Grétarsson, félagar Ævars úr U21 árs landsliðinu, eru báðir á mála hjá félaginu.
Athugasemdir



