fim 27. október 2016 19:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Ætlar að slá Gonzalo Higuain á vellinum
Gonzalo Higuain
Gonzalo Higuain
Mynd: Getty Images
Juventus og Napoli mætast í stórleik í Serie A á laugardaginn.

Gonzalo Higuain er ekki vinsælasti maðurinn í Napoli eftir að hann færði sig yfir til Juventus í sumar en Juventus borgaði um 90 milljónir punda fyrir hann.

Mauizio Sarri, þjálfari Napoli, var spurður út í að mæta Higuain aftur.

„Higuain stóð sig hjá mér og hann lagði mikið á sig. Ég mun taka á móti honum eins og faðir tekur á móti syni sínum þegar hann hefur gert eitthvað af sér. Ég verð reiður við hann," sagði Sarri léttur.

Dries Mertens, leikmaður Napoli, ætlar líka að taka vel á móti Higuain.

„Það er ekki til neitt sem heitir vinir á vellinum. Þetta er mjög mikilvægur leikur. Ég ætla að slá hann utanundir," sagði Hollendingurinn.

Stuðninsmnenn Napoli tóku mjög illa í félagsskiptin og kveiktu m.a í treyjum með nafni hans á bakinu.


Athugasemdir
banner