Ásgeir Þór Ingólfsson er á förum frá Grindavík en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag.
Ásgeir hefur spilað með Grindavík undanfarin tvö ár en hann var fyrirliði liðsins um tíma. Samningur Ásgeirs rann út á dögunum og Grindavík hefur ákveðið að framlengja hann ekki.
Ásgeir hefur spilað með Grindavík undanfarin tvö ár en hann var fyrirliði liðsins um tíma. Samningur Ásgeirs rann út á dögunum og Grindavík hefur ákveðið að framlengja hann ekki.
„Ég fékk þau skilaboð að ekki yrði samið við mig aftur. Það er bara eins og gengur og gerist í boltanum en þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar, sagði Ásgeir við Fótbolta.net í dag.
„Ég er nú þegar byrjaður að æfa á fullu og kem tvíefldur til leiks. Ég hef virkilegan áhuga á að spila í Pepsi-deildinni þó svo að ég loki alls ekki á annað."
„Ég vil þakka Grindvíkingum fyrir tvö æðisleg ár. Ég eignaðist virkilega marga góða vini bæði innan sem utan vallar og ég óska þeim alls hins besta á komandi tímum og árum."
Hinn 26 ára gamli Ásgeir er fjölhæfur leikmaður en hann hefur spilað á kanti, miðju og í bakverði á ferli sínum. Ásgeir spilaði 13 leiki þegar Grindavík fór upp úr Inkasso-deildinni á nýliðnu tímabili. Hann lék áður með uppeldisfélagi sínum Haukum auk þess sem hann spilaði í eitt ár með Val.
Athugasemdir