Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 27. október 2016 14:17
Elvar Geir Magnússon
Heimild: mbl.is 
Birkir Már: Veit ekki hversu alvarlegt þetta er
Birkir Már í leiknum gegn Úkraínu.
Birkir Már í leiknum gegn Úkraínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Birkir Már Sævarsson fór meiddur af velli í fyrri hálfleik þegar lið hans Hammarsby tapaði fyrir Östersund í sænsku úrvalsdeildinni.

Birkir er byrjunarliðsmaður hjá íslenska landsliðinu sem hægri bakvörður en hann heldur að hann verði klár í næsta landsleik, sem er gegn Króatíu í Zagreb 12. nóvember.

„Ég myndi ekki halda það. En það kem­ur bet­ur í ljós á næstu dög­um," sagði Birkir við mbl.is þegar hann var spurður að því hvort leikurinn væri í hættu.

„Ég lenti vit­laust niður á fæt­in­um eft­ir skalla­ein­vígi og mis­steig mig. Ég er eitt­hvað tognaður en veit ekki al­veg hversu al­var­legt þetta er."

Ísland er með sjö stig að loknum þremur umferðum í undankeppni HM. Króatía og Ísland eru saman á toppi riðilsins í undankeppninni og mikilvægur leikur framundan í Zagreb.

Haukur Heiðar Hauksson sem hefur verið kostur númer tvö í hægri bakvörðinn verður væntanlega ekki með í leiknum í Zagreb en hann er á leið í aðgerð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner