Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 27. október 2016 18:00
Magnús Már Einarsson
Gummi Kristjáns: Endaði í einni katastrófu
Ræðir framhaldið við Start eftir tímabil
Guðmundur Kristjánsson.
Guðmundur Kristjánsson.
Mynd: Getty Images
Tímabilið hefur verið erfitt hjá Guðmundi Kristjánssyni og félögum í Start í norsku úrvalsdeildinni. Start er í langneðsta sæti deildarinnar með 16 stig og þegar fallið þegar tvær umferðir eru eftir.

„Við byrjuðum tímabilið allt í lagi spillega séð. Við vorum að spila ágætlega en náðum ekki sigrum. Síðan fór allt sjálfstraust, við spilum verr og það komu fleiri töp. Þetta endaði í einni katastrófu," sagði Guðmundur við Fótbolta.net í dag.

Guðmundur er að ljúka sínu fjórða tímabili með Start. Hann hefur verið talsvert á bekknum síðari hluta móts þar sem að Start ákvað að leyfa yngri leikmönnum að spila eftir að ljóst varð að fall væri óumflýjanlegt.

„Mér gekk sjálfum mjög vel fyrri hluta tímabils, þangað til að ég meiddist. Ég hef fengið lítið að spila síðan þá. Þeir hafa verið að spila mikið á ungum leikmönnum. Ég skil það alveg og það er lítið við því að gera. Ég þarf að sjá hver vilji þeirra er í framhaldinu og hver vilji minn verður."

Hinn 27 ára gamli Guðmundur ætlar að ræða framtíðina við Start á næstunni.

„Ég er samningsbundinn Start út næsta ár. Ég á eftir að ræða við þá og sjá hvað báðir aðilar vilja. Ég er að hugsa þetta og sjá hvað er í boði og hvort ég vilji taka slaginn með þeim í 1. deildinni," sagði Guðmundur.
Athugasemdir
banner
banner
banner