Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 27. október 2016 14:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Janssen sannfærður um að mörkin komi
Vincent Janssen
Vincent Janssen
Mynd: Getty Images
Vincent Janssen, framherji Tottenham segist fullur sjálfstrausts þrátt fyrir erfiða byrjun á ferilnum á Englandi.

Hann skoraði ansi mikið hjá AZ Alkmaar í Hollandi og varð markakóngur hollensku deildarinnar í fyrra. Janssen fékk það hlutverk að keppast við Harry Kane um framherjastöðuna en það hefur gengið illa hingað til.

Janssen er ekki fyrsti kostur í byrjunarlið Tottenham í deildinni þrátt fyrir að Kane sé meiddur en einu tvö mörk Janssen hingað til hafa komið úr vítaspyrnum í deildabikarnum en seinna mark hans kom gegn Liverpool á þriðjudag.

„Sem framherji viltu alltaf skora og ég var alltaf að fara að skora úr þessu víti. Ég er með nóg sjálfstraust og það skiptir ekki hvað er langt síðan ég skoraði, það hverfur ekki. Ég er sannfærður um að ég fari að skora meira."
Athugasemdir
banner
banner