Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 27. október 2016 10:48
Magnús Már Einarsson
Kári Árna: Mal­mö sterk­asta liðið sem ég hef spilað með
Kári hefur byrjað undankeppni HM frábærlega með íslenska landsliðinu.
Kári hefur byrjað undankeppni HM frábærlega með íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Kári Árnason varð í gær sænskur meistari í annað skipti á ferlinum þegar að Malmö tryggði sér titilinn í Svíþjóð.

Malmö sigraði Falkenberg 3-0 á útivelli á meðan Norrköping, meistararnir frá því í fyrra, töpuðu 2-1 gegn Elfsborg. Malmö er því sjö stigum á undan Norrköping þegar tvær umferðir eru eftir.

Kári varð einnig sænskur meistari með Djurgarden árið 2005.

„Það er gam­an að ná þess­um titli með öðru liðinu í Svíþjóð,“ sagði Kári í viðtali við mbl.is í dag.

Hinn 34 ára gamli Kári er samningsbundinn Malmö út næsta tímabil en hann segir að liðið sé það sterkasta sem hann hefur spilað með á ferlinum.

„Fram­haldið er óráðið. Ég á eitt ár eft­ir af samn­ingi mín­um og er því ekk­ert að stressa mig á hlut­un­um. Það verður bara að koma í ljós hvað Mal­mö vill gera."

„Ég held að Mal­mö sé sterk­asta liðið sem ég hef spilað með á ferl­in­um og ég tala nú ekki um þegar við get­um stillt upp sterk­asta liði okk­ar,“
sagði Kári við mbl.is.
Athugasemdir
banner
banner
banner