banner
   fim 27. október 2016 10:19
Magnús Már Einarsson
Mignolet: Get ekki setið á bekknum
Mignolet fékk sénsinn gegn Tottenham í deildabikarnum í vikunni.
Mignolet fékk sénsinn gegn Tottenham í deildabikarnum í vikunni.
Mynd: Getty Images
Simon Mignolet segist hafa engan áhuga á að vera varamarkvörður Liverpool á eftir Loris Karius.

Mignolet hefur misst stöðu sína í marki Liverpool en Belginn segist þurfa vera hjá liði þar sem hann spilar reglulega.

„Ég vil ekki vera númer 2, það er klárt. Ég vil spila. Ég mun aldrei gefast upp í baráttunni því að það er ekki karakterinn minn að gefast upp," sagði Mignolet.

„Í öðru lagi er ég ekki á þeim stað á ferlinum að geta setið á bekknum. Ég er 28 ára og vil spila í hverri viku."

„Ég ætla að leggja hart að mér og gefast ekki upp. Ég lít á þetta sem áskorun sem ég verð að yfirstíga. Vonandi verður þetta sanngjörn barátta eftir því hvernig frammistaðan verður á vellinum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner