banner
   fim 27. október 2016 12:29
Elvar Geir Magnússon
Reiðir stuðningsmenn Man City eyðilögðu klósett
Salernisaðstaðan er handónýt eins og sjá má.
Salernisaðstaðan er handónýt eins og sjá má.
Mynd: Twitter
Hópur stuðningsmanna Manchester City eyðilagði salerni á Old Trafford í gær eftir að Manchester United lagði City í deildabikarnum.

Mikil reiði ríkti meðal stuðningsmanna City eftir tapið en liðið hefur nú farið í gegnum sex leiki í röð án þess að fagna sigri.

Búast má við því að Manchester United sendi reikning til granna sinna fyrir viðgerð á salerninu en þessi hegðun stuðningsmannana er alls ekki til eftirbreytni.

Ólæti meðal stuðningsmanna eru mikið til umræðu eftir leiki gærdagsins en sjö voru handteknir í kringum leik West Ham og Chelsea í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner