Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fim 27. október 2016 12:19
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo um Messi: Ekki góðir vinir en það er virðing
Neymar, Messi og Ronaldo.
Neymar, Messi og Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Samanburður milli Cristiano Ronaldo og Lionel Messi, tveggja bestu leikmanna heims, er oft til umræðu. Þeir hafa í mörg ár verið helstu keppinautarnir um Ballon d'Or gullknöttinn ásamt því að vera að keppast um stærstu titlana með Real Madrid og Barcelona.

Ronaldo tjáir sig um þeirra samband í nýju viðtali.

„Við erum ekki góðir vinir en það ríkir virðing í báðar áttir. Fjölmiðlar tala um að við séum óvinir en svo er ekki," segir Ronaldo.

Ronaldo hefur ekki verið heitur á vellinum að undanförnu og aðeins skorað fjögur mörk á 786 mínútum á þessu tímabili. Á meðan er Messi á eldi.

Spænskir fjölmiðlar hafa haldið því fram að í klefa Real Madrid sé verið að baktala Ronaldo en sjónvarpsmaðurinn Pipi Estrada sakar menn um heigulskap ef satt er.

„Ef þetta væru leiðtogar sem væru að gagnrýna Ronaldo í klefanum þá myndu þeir gera það augliti til auglitis við Ronaldo sjálfan," segir Estrada.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner