Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 27. október 2016 21:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Tæklaði Zlatan og ferillinn breyttist að eilífu
Jón Daði Böðvarsson í baráttunni við Jansson
Jón Daði Böðvarsson í baráttunni við Jansson
Mynd: Getty Images
Pontus Jansson, varnarmaður Leeds United á Englandi segir tæklingu sem hann átti á Zlatan Ibrahimovic hafa breytt feril sínum til frambúðar.

Jansson er sem stendur á láni hjá enska félaginu en hann er samningsbundinn Torino á Ítalíu. Hann spilaði með Malmö er hann mætti Ibrahimovic í vináttuleik fyrir tímabilið árið 2011.

Zlatan þurfti að fara af velli eftir um klukkutíma vegna meiðsla og Jansson man hvernig tæklingin breytti feril sínum.

„Allt breyttist hjá mér á þessu augnabliki," sagði Jansson. „Þetta var 50/50 tækling, við gáfum báðir allt og ég stóð upp meðan hann lá áfram. Ég hugsaði með mér að ef ég gæti þetta, gæti ég allt," sagði Svíinn.

Jansson og Zlatan hafa spilað með sænska landsliðinu saman en þeir eru báðir uppaldnir hjá Malmö.
Athugasemdir
banner