Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 27. nóvember 2014 06:00
Magnús Már Einarsson
Ásgeir nýr formaður hjá Íslenskum Toppfótbolta
Ásgeir Ásgeirsson (til hægri) er nýr formaður ÍTF.
Ásgeir Ásgeirsson (til hægri) er nýr formaður ÍTF.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Ásgeir Ásgeirsson formaður knattspyrnudeildar Fylkis var þar kjörinn formaður Íslensk Toppfótbolta á aðalfundi þann 14. nóvember síðastliðnum.

Andri Marteinsson (Víking R.), Haraldur Pálsson (ÍBV), Borghildur Sigurðardóttir (Breiðablik), Jónas Kristinsson (KR) eru einnig í nýrri stjórn.

Þeir sem gengu úr stjórn voru Almar Guðmundsson sem var formaður og Jónas Gestur Jónasson frá Víking Ólafsvík og viljum Íslenskur Toppfótbolti þakk þeim fyrir þeirra störf fyrir samtökin.

,,Toppfótbolti eru hagsmunasamtök þeirra félaga sem reka lið í efstu deild karla í knattspyrnu.Tilgangur Toppfótbolta er að að skapa félögunum sem best rekstrarskilyrði og stuðla að vexti og framgangi íslenskrar knattspyrnu. Forsenda þess er að metnaður verði lagður í að styrkja og bæta efstu deild karla í knattspyrnu," segir í fréttatilkynningu.

,,Toppfótbolti skal vinna að þessum markmiðum í samvinnu við Knattspyrnusamband Íslands, alþjóðleg knattspyrnusambönd, erlend samtök knattspyrnuliða og önnur knattspyrnufélög í landinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner