Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 27. nóvember 2014 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Evans: Ekki hægt að kenna Van Gaal um meiðslin
Jonny Evans er að ná sér aftur af meiðslum.
Jonny Evans er að ná sér aftur af meiðslum.
Mynd: Getty Images
Meiðslalisti Manchester United er óvenjulega langur þetta tímabil og hefur fólk verið að velta því fyrir sér hvort þjálfunaraðferðir Louis van Gaal gætu haft neikvæð áhrif á leikmenn.

Jonny Evans, varnarmaður Man Utd sem er að ná sér úr meiðslum, segir það vitleysu að kenna stjóranum um meiðslin.

,,Leikmenn meiðast ekki viljandi, meiðslin eru flest aftan á læri eða á nára og Marcos Rojo fór til dæmis úr axlarlið og ég braut fótinn," sagði Evans.

,,Við viljum ekki að fleiri leikmenn meiðist en það er ekkert sem við getum gert í því.

,,Þetta eru meiðsli sem geta komið fyrir hvern sem er í hvaða liði sem er, þau eru ekki vegna of mikils álags frá stjóranum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner