fim 27. nóvember 2014 11:00
Elvar Geir Magnússon
Mundo Deportivo: 10 ástæður fyrir því að Messi er bestur
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: Getty Images
Sparkspekingar telja Cristiano Ronaldo og Manuel Neuer líklegasta til að hampa gullknettinum sem besti leikmaður heims á árinu 2014.

Spænska blaðið Mundo Deportivo gefst þó ekki upp í kosningabaráttu fyrir Lionel Messi og er algjörlega á því að Argentínumaðurinn sé sá besti. Í blaði dagsins eru gefnar upp tíu ástæður...

1. Messi sló met og varð markahæsti leikmaður La Liga frá upphafi.

2. Hann sló met Raul og varð sá markahæsti í Meistaradeildinni frá upphafi.

3. Var valinn bestur á HM þar sem hann var fyrirliði Argentínu sem komst í úrslitaleikinn.

4. Hann er markakóngur í alþjóðlegum félagsliðamótum.

5. Hann er fremstur þegar kemur að stoðsendingum, með fleiri stoðsendingar en Ronaldo.

6. Messi er með besta hlutfallið mörk miðað við spilaða leiki í Meistaradeildinni, 0,81 miðað við 0,65 hjá Ronaldo.

7. Frábært viðhorf innan sem utan vallar.

8. Var valinn maður leiksins 31 sinni á árinu og skoraði fjórar þrennur.

9. Hefur slegið óteljandi met og er aðeins 27 ára.

10. Er einu marki frá 400 mörkum fyrir Barcelona (371 í keppnisleikjum og 28 í vináttuleikjum)



Hver á að taka gullknöttinn sem besti leikmaður heims 2014? Segðu þína skoðun í ummælakerfinu og taktu þátt í könnun.
Hvernig fer Man City - Arsenal á sunnudag?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner