Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 27. nóvember 2014 10:30
Magnús Már Einarsson
Neil Lennon: Eiður hefur staðið sig vel
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Neil Lennon, stjóri Bolton, er ánægður með frammistöðu Eiðs Smára Guðjohnsen á æfingum liðsins undanfarna daga.

Lennon var einnig ánægður með Eið í 3-1 sigri varaliðs Bolton á Bury fyrr í vikunni.

,,Eiður Guðjohnsen hefur staðið sig vel," sagði Lennon á fréttamannafundi í dag.

,,Hann hefur verið öflugur á æfingum og hann stóð sig líka vel í æfingaleiknum sem fór fram fyrir luktum dyrum."

Hinn 36 ára gamli Eiður hefur verið án félags síðan hann yfirgaf herbúðir Club Brugge í sumar en fínar líkur eru á að hann gangi til liðs við sitt gamla félag Bolton.

Eiður mun líklega spila annan leik með varaliðinu gegn Middlesbrough á mánudag áður en framhaldið verður ákveðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner