fim 27. nóvember 2014 12:17
Magnús Már Einarsson
Pálmi Rafn í viðræðum við FH, KR, Val og KA
Pálmi Rafn Pálmason.
Pálmi Rafn Pálmason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég er búinn að vera á fundum alla vikuna" sagði Pálmi Rafn Pálmason við Fótbolta.net í dag.

Pálmi Rafn er á förum frá norska félaginu Lilleström og hann gæti spilað á Íslandi næsta sumar.

Pálmi mun funda með FH á morgun en hann hefur einnig verið í viðræðum við KR sem og sín fyrrum félög Val og KA. Pálmi staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net í dag.

,,Ég skoða alla möguleika og það er ekkert eitt lið sem er líklegra en annað. Ég þarf að sjá hvað er best fyrir fjölskylduna og taka ákvörðun út frá því," sagði Pálmi.

Þessi þrítugi miðjumaður er einnig að skoða sína möguleika erlendis og ekki er víst að hann spili á Íslandi næsta sumar.

,,Þetta eru 50/50 líkur. Ég hef ekki ennþá fengið spennandi tilboð að utan. Ég fékk síðast tilboð frá Noregi í gær en það var ekki spennandi og við neituðum því strax," sagði Pálmi við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner