Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 27. nóvember 2014 22:30
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: The Guardian 
Real Madrid breytir merki félagsins fyrir Mið-Austurlönd
Umræddur kross er efst á merki Real Madrid.
Umræddur kross er efst á merki Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Real Madrid hefur gert breytingar á liðsmerki sínu í kjölfarið á því að liðið gerði stóran styrktarsamning við Alþjóðabankann í Abu Dhabi.

Merkið, sem upprunalega var hannað árið 1931, hefur innihaldið kross sem tengdur er við kristna trú. Krossinn verður núna fjarlægður eftir samninginn við bankann.

Félagið hefur legið undir talsverðri gagnrýni vegna þessrarar ákvörðunar, en henni verður ekki haggað þar sem félagið segir þetta lið í að gera merki félagsins enn þekktara um heim allan.

Real hefur á árinu gert nokkra stóra samninga og á meðal nýrra samstarfsaðila eru Microsoft og stórt olíufélag frá Abu Dhabi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner