Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 27. nóvember 2014 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Roberto Martinez: Barkley er ekki dýfari
Ross Barkley lendir oft í tæklingum.
Ross Barkley lendir oft í tæklingum.
Mynd: Getty Images
Everton lagði West Ham af velli með tveimur mörkum gegn einu síðasta laugardag.

Ross Barkley fékk dæmda aukaspyrnu í leiknum en endursýningar sýndu að Kevin Nolan, leikmaður West Ham, kom aldrei við Barkley.

,,Ég held að þetta hafi ekki verið dýfa. Leikmenn eins og Ross eru vanir að fá mörg spörk í lappirnar í leiknum og verða oft að sjá fyrir tæklingar og hoppa uppúr þeim," sagði Martinez.

,,Hann var ekki að reyna að fiska víti, hann er ekki sú tegund af leikmanni, þetta voru einfaldlega lærð viðbrögð.

,,Ef þú skoðar fótleggina hans Barkley eftir hvern einasta leik þá sérðu hvernig er farið með hann og áttar þig á mikilvægi þess að hoppa uppúr tæklingum."

Athugasemdir
banner
banner
banner