fim 27. nóvember 2014 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldinho á leið til Angóla?
Mynd: Getty Images
Ronaldinho gæti verið á leið til angólska félagsins Kabuscorp ef marka má orð forseta félagsins, Bento Kangamba.

Kangamba segir að Kabuscorp sé í viðræðum við umboðsmann Ronaldinho og félagið fékk Rivaldo til sín á eins árs samning árið 2012 þar sem hann skoraði 18 mörk í 21 leik.

Ronaldinho er 34 ára gamall og nýbúinn að klára samning hjá mexíkóska félaginu Queretaro.

,,Við erum í baráttu við önnur félög. Við erum í samningsviðræðum við umboðsmann Ronaldinho," sagði Kangamba við angólska fréttamiðilinn Lusa.

,,Við gætum unnið afrísku Meistaradeildina með Ronaldinho innanborðs og komist þannig á HM félagsliða og keppt við bestu lið Evrópu og í heimi."

LA Galaxy er einnig að reyna að fá brasilísku kempuna til liðs við sig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner