Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 27. nóvember 2015 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Astori brjálaður: Dómarinn skemmdi næstum tímabilið
Mynd: Getty Images
Davide Astori, varnarmaður Fiorentina, var brjálaður út í dómarann sem dæmdi viðureign Basel og Fiorentina í Evrópudeildinni í gærkvöldi.

Gestirnir frá Ítalíu hefðu átt að fá vítaspyrnu snemma í leiknum þegar boltinn fór í hönd andstæðings og þá átti ekki að dæma jöfnunarmark Basel sem gilt vegna rangstöðu.

Þar að auki voru Ítalirnir manni færri eftir að Facundo Roncaglia var rekinn af velli fyrir að gefa olnbogaskot á 26. mínútu.

„Ef við lítum til náttúruhamfaranna sem áttu sér stað í leiknum þá verður jafntefli að teljast frábær úrslit," sagði Astori sem var allt annað en sáttur með dómgæsluna.

„Mér finnst ekki gaman að tala um dómara, en í kvöld tókst honum næstum því að skemma allt tímabilið fyrir okkur. Við búumst við því að fá dómara sem vita hvað þeir eru að gera héðan í frá.

„Við brugðumst vel við erfiðum aðstæðum og náðum í gott stig. Við viljum vinna lokaleikinn gegn Belenenses, þó að jafntefli dugi til að komast áfram."


Fiorentina hefur byrjað tímabilið vel í ítölsku deildinni og er í toppbaráttunni ásamt Inter, Napoli og Roma.

„Hvað er markmiðið okkar á tímabilinu? Það er alltof erfitt að velja á milli, þannig að ég segi bara að þrennan sé markmiðið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner