fös 27. nóvember 2015 12:00
Magnús Már Einarsson
Björn Bragi spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Björn Bragi er mikill Tottenham aðdáandi.
Björn Bragi er mikill Tottenham aðdáandi.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Mourinho rakar hárið á bekknum samkvæmt spá Björns Braga.
Mourinho rakar hárið á bekknum samkvæmt spá Björns Braga.
Mynd: Getty Images
Helgi Björnsson fékk fjóra rétta þegar hann spáði í leikina í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Björn Bragi Arnarsson spáir í leikina að þessu sinni. Björn Bragi er að gefa út bókina „Áfram Ísland" en hún er komin í allar helstu verslanir.



Aston Villa 1 - 0 Watford (15:00 á morgun)
Stórvinur minn Heurelho Gomes er í markinu hjá Watford og það er leiðinlegt að spá vinum sínum tapi, en það er kominn tími á að Aston Villa rífi sig í gang og nú vinna þeir loksins sigur.

Bournemouth 1 - 1 Everton (15:00 á morgun)
Þetta verður mikill baráttuleikur. Bournemouth þyrstir í sigur og kemst yfir en Everton jafnar seint og þar við situr.

Crystal Palace 1 - 1 Newcastle (15:00 á morgun)
Newcastle-menn eru líklega ekkert sérstaklega spenntir fyrir því að tapa fyrir Alan Pardew, en þeir verða að sætta sig við jafntefli.

Man City 3 - 1 Southampton (15:00 á morgun)
Man City hafa verið slakir í síðustu þremur leikjum en hér taka þeir þrjú stig.

Sunderland 2 - 1 Stoke (15:00 á morgun)
Jermain Defoe er kominn í gang. Sunderland vinnur annan sigurinn í röð og kemst upp úr fallsæti.

Leicester 1 - 2 Manchester United (17:30 á morgun)
Leicester-vélin hikstar og United vinnur góðan sigur. Louis van Gaal tekur allt kredit og tileinkar sjálfum sér sigurinn.

Tottenham 5 - 0 Chelsea (12:00 á sunnudag)
Það verður flugeldasýning á White Hart Lane. Menn hafa verið að bíða eftir því að Jose Mourinho missi endanlega vitið og það gerist þegar Tottenham skorar fimmta markið. Þá tekur hann upp rakvél og snoðar sig í reiðikasti á varamannabekknum. Eftir leikinn kennir hann rakvélinni um tapið.

West Ham 1 - 1 WBA (14:05 á sunnudag)
Öll lögmál heimsins segja okkur að þessi leikur geti aðeins endað með jafntefli.

Liverpool 2 - 0 Swansea (16:15 á sunnudag)
Þetta verða auðveld þrjú stig fyrir Liverpool. Púlarar hljóta að vera í skýjunum með Jürgen Klopp, enda virðist hann vera toppmaður og allt annað að sjá til liðsins undir hans stjórn.

Norwich 0 - 2 Arsenal (16:15 á sunnudag)
Að spá Arsenal sigri er ekki það skemmtilegasta sem ég geri en Norwich er í ruglinu og verður engin fyrirstaða.

Fyrri spámenn:
Matthías Vilhjálmsson (7 réttir)
Sigurbjörn Hreiðarsson (6 réttir)
Hilmar Árni Halldórsson (5 réttir)
Gísli Marteinn Baldursson (4 réttir)
Páll Magnússon (4 réttir)
Birkir Már Sævarsson (4 réttir)
Davíð Þór Viðarsson (4 réttir)
Helgi Björnsson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (4 réttir)
Ari Freyr Skúlason (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Sverrir Ingi Ingason (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner